sunnudagur, janúar 15, 2006
Ahhh....
Letihelgi eins og þær gerast bestar. Hvað er betra en að panta sér úrvals flatböku í morgunmat?
Ég tók eftir því að það er snjór úti. Það þýðir að fólk æðir upp á fjall til þess eins að æða aftur niður. Þetta hef ég ekki stundað síðan ég fór á snjóþotu niður dekkjarbrekkuna, klessti á þessi blessuðu dekk og braut snjóþotuna mína.
Í mínum augum er snjór til skrauts, svona til að krydda upp á dimman vetur.
Ég er í miklum hugleiðingum um að skipta um vinnu.
Afhverju? Veit ekki
Veit ekki hvar í fjandanum hvar mig langar að vinna, en eitt veit ég þó það má ekki heyrast BÍP hljóð þar.
Oj.
Ætla í tölvuleik.
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 19:48
5 comments